Fara í efni

Jafnlaunavottun 2023-2026

Hvalfjarðarsveit hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2020 sem staðfesti að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins standist kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012. Vottunin er formleg staðfesting á að Hvalfjarðarsveit hafi samþykkt jafnlaunastefnu og til staðar séu formlegar og skjalfestar verklagsreglur sem uppfylla kröfu um að málefnaleg og fagleg sjónarmið ráði för við launaákvarðanir og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við launaákvörðun feli ekki í sér mismunun eftir kynferði.

Í júní sl. hlaut Hvalfjarðarsveit endurnýjun á jafnlaunavottun í kjölfar úttektar hjá vottunaraðilanum. Vottunaraðili sveitarfélagsins var BSI á Íslandi ehf., sem vann faglega úttekt innan stofnana Hvalfjarðarsveitar á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum er hafa áhrif á kjör karla og kvenna en þess má geta að BSI hefur verið brautryðjandi í vottun jafnlaunakerfa á Íslandi frá árinu 2013. Í framhaldi af því gaf Jafnréttisstofa út heimild til að nota jafnlaunamerki sitt til ársins 2026.

Hvalfjarðarsveit er stolt af þessum árangri og óskar stjórnendum og starfsfólki sveitarfélagsins til
hamingju með áfangann.