Fara í efni

Íþróttamiðstöðin Heiðarborg – breytingar í kjölfar samkomubanns

Í samræmi við tilmæli stjórnvalda hefur starfsemi Heiðarborgar verið endurskoðuð.
Hefðbundin íþrótta- og sundkennsla á vegum grunnskólans fellur niður á meðan samgöngubann gildir.
Á meðan það varir verður opið fyrir almenning sem hér segir:

 Íþróttasalurinn er lokaður um óákveðinn tíma.

Þreksalur:

  • Opinn mánudag - föstudag frá kl. 8:30-13:30.
  • Búningsklefar lokaðir fyrir iðkendur í þreksalnum.
  • Aðeins tveir í salnum á sama tíma og skulu þeir virða 2 metra bil á milli einstaklinga.
  • Iðkendur skulu sótthreinsa vel áhöld og snertifleti tækja fyrir og eftir notkun.
  • 40 mínútna hámarkstími á einstakling í salnum.
  • Þreksalurinn er lokaður að öðru leyti utan ofangreinds tíma.

 Sundlaugin:

  • Opið mánudaga- fimmtudaga frá kl. 10:00-13:00 og frá kl. 16:00-21:00, laugardaga frá kl. 10:00-15:00.
  • Vegna stærðar búningsklefa þá er hámarksfjöldi gesta 3 einstaklingar á hverjum tíma.
  • 30 mínútna hámarkstími á einstakling ofan í sundlaug.
  • Sundlaugarklefar eru eingöngu opnir fyrir sundlaugargesti.
  • Hámarksfjöldi í heita pottinn eru 2 gestir samtímis og eru gestir beðnir að virða 2 metra bil milli einstaklinga. 
  • Sundlaugargestir bera sjálfir ábyrgð á að virða 2 metra bil á milli einstaklinga.