Íþróttahúsið við Heiðarborg
19. júní 2025
Framkvæmdir við íþróttahúsið við Heiðarborg ganga vel.
Það er verktakinn K16 ehf sem vinnur að frágangi hússins og eru áætluð verklok 1. áfanga 01.08.2025.
Umsjón með verkinu á vegum Hvalfjarðarsveitar er í höndum Hlyns Sigurdórssonar, verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Umhverfis- og skipulagsdeild.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í vikunni.