Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkur

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. desember 2022 breytingu á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki sem tóku gildi 1. janúar 2023. Styrkurinn verður áfram kr. 70.000 á ári en jafnframt geta börn og unglingar á tekjulágum heimilum fengið kr. 30.000 á ári til viðbótar við tómstundastyrk.
Styrkurinn sem miðast við almanaksárið er fyrir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu.

Minnt er á að þeir sem eiga eftir að sækja styrki fyrir árið 2022 hugi að því fyrir 15. janúar 2023.

Hægt er að senda rafræna umsókn ásamt kvittunum fyrir greiðslu, í tölvupósti á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða koma með á skrifstofu sveitarfélagsins.

Reglur um íþrótta- og tómstundastyrk má sjá hér: