Fara í efni

Innri-Hólmskirkja

Viðgerðir standa nú yfir við Innri-Hólmskirkju og miðar þeim ágætlega. Fyrirhugað er  að gera við steypuskemmdir og mála kirkjuna, skipta um þak og laga tréverkið í turninum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti nýverið að veita eina og hálfa milljón í styrk til verkefnisins en til stendur að ljúka endurbótum kirkjunnar á næsta ári þegar kirkjan verður 130 ára. 

 Það er árgangur 1949 sem fermdist í kirkjunni 1963 sem hefur haft veg og vanda af því að koma framkvæmdum af stað.  Einnig hefur sóknarnefnd kirkjunnar haldið jólabasar árlega undanfarin ár og hefur ágóði af honum allur verið settur í framkvæmdasjóð kirkjunnar.

Allir þeir sem vilja styrkja þetta málefni er bent á  söfnunarreikning vegna kirkjunnar: 0326-22-1873 og kennitala 660169-5129.

Sóknarnefndin hefur tekið að sér að sjá um markaðstjald á Hvalfjarðardögum þann 19. júní næstkomandi og eru þeir sem hafa áhuga á að vera með í því hvattir til  að hafa samband við Láru Ottesen í síma 845-0317 eða á netfangið larao@simnet.is fyrir 10. júní nk.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
.