Fara í efni

Hvalfjarðarsveit hlýtur jafnlaunavottun

Hvalfjarðarsveit hefur fengið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið en forsenda fyrir slíkri heimild er að vottunaraðili hafi skilað vottunarskírteini ásamt skýrslu um niðurstöður úttektar.

Vottunaraðili sveitarfélagsins var BSI sem vann faglega úttekt innan stofnana Hvalfjarðarsveitar á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum er hafa áhrif á kjör karla og kvenna en þess má geta að BSI hefur verið brautryðjandi í vottun jafnlaunakerfa á Íslandi frá árinu 2013. 

 Undanfari vottunar er m.a. innleiðing jafnlaunakerfis og var fyrirtækið Attentus í ráðgjafarhlutverki í þeirri vinnu sem skrifstofustjóri bar hitann og þungann af.  Fyrri úttekt jafnlaunavottunar var gerð í maí sl. og seinni úttektin fór fram 6. ágúst sl. 

 Hvalfjarðarsveit er stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og óskar starfsfólki sveitarfélagsins til hamingju með áfangann.