Fara í efni

Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar

Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir einstaklingum 67 ára og eldri til setu í öldungaráði Hvalfjarðarsveitar.

Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum:

  • Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum.
  • Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af félagi eldri borgara. Fulltrúar þurfa ekki að vera félagsbundnir en verða að vera 67 ára og eldri. Á meðan ekki er starfandi félag eldri borgara í sveitarfélaginu þá skal auglýst eftir áhugasömum, 67 ára og eldri til setu í ráðinu, í samstarfi við félagsstarf aldraðra.
  • Einn fulltrúi og einn til vara frá heilsugæslunni.

Kjörgengi hafa íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, að undanskildum fulltrúa frá heilsugæslunni. Félagsmálastjóri er starfsmaður öldungaráðs, situr fundi þess og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Öldungaráð hefur ekki stöðu fastanefndar og er því ekki skilgreind sem launuð nefnd.

Á fundi sveitarstjórnar nr. 371 voru eftirfarandi aðilar kosnir af sveitarstjórn, aðalmenn: Andrea Ýr Arnarsdóttir, Helga Jóna Björgvinsdóttir og Helgi Pétur Ottesen. Varamenn: Sæmundur Rúnar Þorgeirsson, Helga Harðardóttir og Bára Tómasdóttir.

Áhugasamir einstaklingar 67 ára og eldri eru hvattir til að hafa samband með því að senda tölvupóst á felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is eða hringja í síma 433-8500.