Fara í efni

Hvalfjarðardagar 2021

Úrslit í ljósmyndasamkeppni og heimreiðaskreytingakeppni  Hvalfjarðardaga 2021 liggja nú fyrir. Þemað í ljósmyndakeppninni var "Leyndar perlur í Hvalfjarðarsveit" og verðlaunamyndin er tekin á leiðinni upp Leggjabrjót. Verðlaunahafinn er Berglind Ýr Pálsdóttir.
Dómnefnd vill færa vinningshafa og öllum sem sendu myndir í ljósmyndasamkeppnina bestu þakkir fyrir þátttökuna.

Í heimreiðaskreytingakeppninni valdi dómnefnd skreytinguna á Þórisstöðum í fyrsta sæti.  Verðlaunahafar eru íbúar á Þórisstöðum.

Þann 13. júlí sl. afhenti Brynja Þorbjörnsdóttir, formaður menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar verðlaunin sem voru þau mynd frá Söru Bjarnadóttur fyrir ljósmyndasamkeppnina og gjafabréf á Grand hótel, gisting og morgunverður fyrir tvo, fyrir heimreiðaskreytingakeppni.

Myndir úr ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðardaga 2021 má sjá hér:

Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum með verðlaunin, verðlaunamyndina og heimreiðarskreytinguna.