Fara í efni

Hundahald í Hvalfjarðarsveit

Hundahald í Hvalfjarðarsveit sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Hvalfjarðarsveit nr. 935/2016.

Hundaeigendur í Melahverfi, Bjarkarási, Ásfelli, Krosslandi, Hlíðarbæ og Skólastíg skulu sækja um leyfi til hundahalds sbr. 3. gr. samþykktar um hundahald.

Skráningargjald er 3.000 kr og eftirlitsgjald sem greitt er árlega er 6.000 kr.
Innifalið í greiddu leyfisgjaldi er m.a. ormahreinsun og örmerking.

Skorað er á þá aðila sem eru með óskráða hunda að láta skrá þá á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.  Sjá nánari upplýsingar í samþykkt um hundahald.

Umsókn um leyfi til hundahalds í Hvalfjarðarsveit

Gjaldskrá fyrir hundahald

Verklagsreglur varðandi eftirfylgni með hundasamþykkt