Fara í efni
Hafnarfjall
5 W 2 m/s
Akrafjall
4 E 5 m/s
Þyrill
3 ENE 5 m/s

Hunda-og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit 2021

Fimmtudaginn 21. október nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. 
Hreinsunin fer fram að KALASTÖÐUM milli kl. 17:00-20:00.

Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega.  Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur.  Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.
Gunnar Gauti Gunnarsson, dýralæknir í Borgarfjarðar-og Mýrasýslu, annast hreinsunina.

Ormahreinsun hunda er innifalin í leyfisgjaldi hunda í þéttbýli og þurfa þeir sem þegar hafa greitt það gjald, ekki að greiða sérstaklega fyrir hreinsun.  Annars kostar ormahreinsun hunda kr. 2.000-5.000  eftir þyngd dýrsins.  
Óskráða hunda er hægt að skrá á staðnum.
Ormahreinsun katta, verð kr. 2.500 – 7.000 (fer eftir þyngd).

Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar:
Smáveirusótt(Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 4.000.
Örmerking hunda og katta, verð kr. 4.500.
Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000 -7.000 (fer eftir þyngd).
Bólusetning gegn kattafári, verð kr. 4.000.
Ath. greiða þarf með reiðufé.

Muna eftir að hafa heilsufarsbækur dýranna með.
Upplýsingar um hundahald í Hvalfjarðarsveit er að finna á vef Hvalfjarðarsveitar www.hvalfjardarsveit.is

Þorvaldur Magnússon, hundaeftirlitsmaður Hvalfjarðarsveitar.
Gunnar Gauti Gunnarsson,dýralæknir.