Fara í efni

Hrútasýning Búnaðarfélagsins

Engin hrútasýning var haldin í ár vegna stöðunnar í þjóðfélaginu en stigun hrútanna fór fram á hverjum bæ fyrir sig og á misjöfnum tíma.  Mikið virtist vera af efnilegum lambhrútum í sveitinni þetta árið og stiguðust þeir vel.

Allir þrír hrútarnir í hvíta hyrnda flokknum fengu 89 stig en síðan raðað eftir því hver var með flest stig í samanlögðu (bak, malir og læri).  Hrútur frá Hrafnabjörgum í eigu Ragnheiðar og Matthíasar fékk flest stigin.

Tveir efstu í kollótta flokknum  voru með 88,5 stig og næstu tveir með 86,5 stig.  Hrútur frá Vestri-Leirárgörðum í eigu Marteins yngri fékk flest stigin.

Besti hrúturinn í mislita flokknum fékk 88 stig og næstu tveir voru með 87,5 stig.  Allir hrútarnir eru í eigu Baldvins og Helgu í Skorholti.

Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum.