Fara í efni

Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar

Hin árlega hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar verður haldin föstudaginn 17. október og hefst hún kl. 17:00 í fjárhúsunum á Bjarteyjarsandi.

Verðlaun verða veitt í ferðamannaþjónustuhúsinu á Bjarteyjarsandi (Gömlu hlöðunni) að sýningu lokinni ásamt hinu eftirsótta Heiðarhorni, sem er sérstakur verðlaunagripur fyrir besta lambhrút ársins á svæðinu.

Á sama stað verða veitingar í boði Búnaðarfélagsins.

Öll velkomin.