Hringvegur - Melasveit - vegaframkvæmdir
25. ágúst 2025
Þriðjudagskvöldið 26. ágúst á milli kl. 19:00 og 23:30 er stefnt á að fræsa á hringveginum framhjá Melasveit um Skorholtsmela. Umferð á leiðinni suður er send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðið.