Hótel Glymur / Saurbæjarland Heima L172883
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. apríl 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hótel Glym / Saurbæjarland Heima L172883, í samræmi við ákvæði 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skv. tillögunni er m.a. nýr byggingarreitur fyrir starfsmannahús, 17 nýir byggingarreitir fyrir smáhýsi, viðbygging við hótelbyggingu, fjölgun bílastæða og göngustíga.
Hótel Glymur/Saurbæjarland Heima L 172883, deiliskipulagsbreyting
Tillagan eru auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 29. maí - 10. júlí 2025.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar.