Höfn 2 - deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hafnar 2 , L174854, til samræmis við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til byggingaskilmála, allra byggingarreita innan skipulagssvæðisins, þar sem heildar byggingarmagn byggingarreits er aukið úr 80 m2 í 110 m2. Ástæða breytingarinnar er að uppfæra byggingarheimildir í samræmi við óskir um auknar byggingarheimildir en byggingarreitir koma ekki til með að breytast.
Kynningartími tillögunnar er frá 16. júlí til 27. ágúst 2025 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is).
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Jökull Helgason
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar