Fara í efni

Hjartastuðtæki

Á fundi Fjölskyldu- og frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar 27. nóvember sl. var samþykkt tillaga um kaup á tveimur  hjartastuðtækjum ásamt skápum og neyðarbúnaði. Annað tækið er í Heiðarskóla og hitt tækið  í Stjórnsýsluhúsinu. Hjartastuðtækið sem er í  Stjórnsýsluhúsinu er einnig ætlað til þjónustu við Leikskólann Skýjaborg og Melahverfi. Tækið er staðsett fyrir innan aðalinngang (sjá mynd), neyðarsími utan opnunartíma er 777-1721.