Fara í efni

Hitaveita að Heiðarskóla og í Leirársveit - Heiðarveita

Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, Guðb…
Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, Guðbjörg Elva Jónasdóttir og Jónas Guðmundsson frá Jónasi Guðmundssyni ehf.

Gengið hefur verið frá samningi við Jónas Guðmundsson ehf. um lagningu hitaveitu að Heiðarskólasvæðinu og í Leirársveit. Um er að ræða lögn sem liggur frá tengingu inn á lögn Veitna ohf. við Beitistaði þaðan sem hitaveita verður lögð að þeim bæjum í Leirársveit sem óskað hafa eftir tengingu og ekki hafa haft aðgengi að hitaveitu. Framkvæmdir munu hefjast 14. febrúar og eru áætluð verklok 16. júní 2022.

Það var á haustmánuðum 2020 sem sveitarfélagið óskaði eftir tengingu við lögn Veitna í landi Beitistaða fyrir hitaveitu að Heiðarskóla og frumathugun verkefnisins hófst. Fram til vorsins 2021 var unnið að samanburðargreiningu á hagkvæmni hitaveitukosta ásamt viðræðum við Veitur ohf. og Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf. um möguleg kjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna. Í mars 2021 samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ganga til samninga við Veitur ohf. Í beinu framhaldi var leitað eftir tilboðum í verkefnisstjórn, hönnun og aðra umsýslu verkefnisins. Ritað var undir þann verksamning 14. maí 2021 og í júlí 2021 var gerð verðkönnun á jarðvinnu fyrir verkið sem lá fyrir í byrjun ágúst 2021. Í október 2021 var ritað undir samning við Veitur ohf. um heildsölu á heitu vatni og í kjölfar þess hófst vinna við gerð samninga við landeigendur á lagnaleiðinni ásamt umsóknum um tengingar við veituna. Samningar voru frágengnir rétt fyrir sl. áramót og í beinu framhaldi þess hefur nú verið ritað undir verksamning vegna jarðvegsframkvæmda og hitaveitulagna.