Fara í efni

Hinseginhátíð Vesturlands

Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin í Borgarnesi næstu helgi.  Dagskráin hefst í dag, fimmtudag og stendur yfir alla helgina. Ýmislegt er til skemmtunar alla dagana og á laugardeginum verður fjölbreytileikanum fagnað með Gleðigöngu til að styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi.

Hinsegin Vesturland stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands.  Félagið var stofnað 11. febrúar 2021 og tilgangur félagsins er að  auka sýnileika, stuðning og fræðslu og efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara.

Dagskrá Hinsegin daga má sjá á facebooksíðu félagsins: https://www.facebook.com/hinseginvest