Fara í efni

Heiðarskóli-Bingó-fatamarkaður-vöfflusala

Undanfarin ár hafa nemendur skólans tekið þátt í góðgerðarverkefninu jól í skókassa. Umhverfisnefnd skólans ákvað að gera það ekki þetta skólaárið heldur fara í annars konar góðgerðarverkefni.

Ákveðið var á fundi nefndarinnar í gær að halda páskabingó og fatamarkað fimmtudaginn 31. mars kl. 18:00.

Sjoppan verður opin og hægt að kaupa vöfflur og kaffi. Allur ágóði rennur til hjálparstarfs í Úkraínu. Við seljum bingóspjaldið á 500 kr., vaffla og kaffi á 1000 kr. Enginn posi og því þarf að hafa með sér seðla.

Hlökkum til að sjá sem flesta.