Fara í efni

Framtíð Heiðarborgar - Samfélagsmiðstöð

Kæri íbúi Hvalfjarðarsveitar!

Unnið er að heildarskipulagi og framtíðarsýn á svæði sem í daglegu tali er kallað Heiðarborg. Heiðarborgarnafnið stendur fyrir samheiti á svæðinu.  Við sem stöndum að verkefninu viljum tryggja að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hafi tækifæri til að koma sínum hugmyndum og áherslum á framfæri. Markmiðið er að víð sköpum skýra og sameiginlega stefnu um þróun svæðisins til framtíðar og tryggja að hún byggi á raunverulegum áherslum þeirra sem hér búa og starfa.

Á meðfylgjandi ásýndarmyndunum má sjá samfélagsmiðstöðina Heiðarborg. Hvíti hlutinn (eldri hluti byggingarinnar) á ásýndarmyndinni sem sýnir innra skipulagið hefur ekki fengið endanlega útfærslu, annað en að það verði hluti af þeirri heildarsýn að byggingin/svæðið verði Samfélagsmiðstöð.

Á íbúagátt sveitarfélagsins er nú aðgengileg könnun með opnum svörum þar sem þú getur komið á framfæri þínum  hugmyndum og sjónarmiðum. 

Endilega takið þátt í könnunni hér, því þín rödd skiptir máli!