Fara í efni

Hátíðarhöld 17. júní í Hvalfjarðarsveit

Hátíðarhöld á 17. júní fóru fram í Heiðarskóla. Ræðumaður dagsins var Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli og fjallkona var Karen Líndal sem flutti ljóðið Sveitasæla eftir Steingrím Thorsteinsson.

Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur létt lög undir stjórn Davids Curtright og Gróu Valdimars. Leiklistarhópurinn Melló kom fram með atriði úr leikritinu Gauragangi, auk þess að Solla og Íþróttaálfurinn úr Latabæ kíktu í heimsókn.

Lalli töframaður mætti einnig á svæðið með töfra, gleði og grín og galdraði fram blöðrudýr fyrir krakkana. Einnig var boðið upp á andlitsmálun og hoppukastala.

Félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir þá sem vildu og boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og kræsingar.

Dagurinn var vel heppnaður og þakkar Hvalfjarðarsveit öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar og kór Saurbæjarprestakalls sérstakar þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin með glæsibrag.

Myndir frá 17. júní hátíðarhöldunum má sjá hér.