Fara í efni

Hátíðarhöld 17. júní í Hvalfjarðarsveit

Hátíðarhöld 17. júní 2021 hófust með messu í Leirárkirkju. Hátíðardagskrá fór fram í Heiðarskóla.
Ræðumaður dagsins var Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og fjallkona var Þorbjörg Eva Ellingsen og flutti hún ljóðið; Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen og Huldu.

Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur lög, skemmtiatriði voru fyrir börnin, hestamannafélagið Dreyri teymdi undir þá sem vildu og boðið var upp á kaffiveitingar sem kór Saurbæjarprestakalls sá um.

Þetta var ánægjulegur dagur þar sem sveitungar hittust og áttu saman góða stund.

Myndir frá 17. júní hátíðarhöldunum má sjá hér.