Fara í efni

Hallgrímskirkja - Helgihald í dymbilviku og páska

Í Hallgrímskirkju í Saurbæ verður helgihald dag hvern í dymbilviku og um páska, undir yfirskriftinni frá Betaníu til Emmaus, auk hins hefðbundna helgihalds á skírdag, föstudaginn langa og páskadag.

1. apríl - laugardagur fyrir pálmasunnudag - Síðdegisguðþjónusta kl. 18:00 með minningu smurningar Jesú í Betaníu.
2. apríl - pálmasunnudagur kl. 18:00 -  Íhugun um Pálmavið.
3. apríl - mánudagur í dymbilviku - Guðsþjónusta  kl. 18:00 með íhugun um iðrun og fyrirgefningu.
4. apríl - þriðjudagur í dymbilviku - kl. 18:00 -   Íhugun um vatnið og skírnina.
5. apríl - miðvikudagur í dymbilviku kl. 18:00 - Fjórtán stöðvar krossferilsins. Íhuganir um krossferilsmyndir Önnu G. Torfadóttur og kross- og upprisumyndir Gunnars J. Straumland.
6. apríl - skírdagur kl. 11:00 - Fermingarmessa.
6. apríl - skírdagur kl. 16:00  - Tónleikar, flutt verður Stabat Mater e. Pergolesi. Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Kristín Sveinsdóttir syngja ásamt konum úr Kór Akraneskirkju.  
6. apríl - skírdagur kl. 18:00 - Íhugun um síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna.
7. apríl - föstudagurinn langi kl. 13:00 - Lestur passíusálmanna og tónlistarflutningur, fólk getur komið og farið að vild.
8. apríl - hinn helgi laugardagur kl. 18:00 - Kvöldbænir með lestri 50. Passíusálms.
8. apríl - hinn helgi laugardagur kl. 23:00 - Páskanæturvaka.
9. apríl - páskadagur kl. 08:00 - Hátíðarguðsþjónusta, morgunverður að lokinn guðsþjónustu í Saurbæjarhúsi.
10. apríl - annar páskadagur Emmausmessa kl. 16:00 - Göngumessa (ef veður leyfir) hefst við kirkjuna. Auðveld ganga sem hentar flestum.