Fara í efni

Góður árangur ungmenna í Hvalfjarðarsveit

Síðastliðinn föstudag voru 65 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Þrjár ungar konur úr Hvalfjarðarsveit hlutu viðurkenningar við brautskráninguna.

Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi auk þess sem hún hlaut námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárangur. Hún fékk einnig viðurkenningu fyrir ágætan árangur í tungumálum, ensku og þýsku, fyrir ágætan árangur í sögu og fyrir ágætan árangur í félagsgreinum.

Hrönn Eyjólfsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku, ágætan árangur í líffræði, ágætan árangur í stærðfræði og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum. Einnig hlaut Hrönn viðurkenningu úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Sýruparti Akranesi fyrir ágætan árangur í raungreinum.

Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku.

Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 Sjá nánar hér í frétt af Skessuhorni.