Fara í efni

Fyrsta tilslökun samkomubanns 4. maí 2020

Í dag er fyrsti dagur tilslökunar á samkomubanni vegna Covid-19.  Þá er almenna reglan sú að 50 manns mega koma saman í stað 20 áður, tveggja metra reglan verður áfram í hávegum höfð meðal fullorðinna og áhersla á hreinlæti og sóttvarnir eru jafn brýnar og áður. 

Á þessum tímamótum verður hægt að aflétta ákveðnum takmörkunum sem verið hafa í starfi og stofnunum sveitarfélagsins.  Frá og með mánudeginum 4. maí verður starfsemin sem hér segir:

 Heiðarskóli, grunnskóli:

  • Hefðbundið skólastarf hefst að nýju, nemendur og starfsmenn í 8. – 10. bekk í sóttkví og fjarkennslu til 14. maí
  • Áfram takmarkanir gesta í skólahúsnæðið, forráðamönnum og öðrum bent á að vera í símasambandi eða senda tölvupóst

 Skýjaborg, leikskóli:

  • Hefðbundið skólastarf hefst að nýju
  • Áfram takmarkanir gesta í skólahúsnæðið, forráðamönnum og öðrum bent á að vera í símasambandi eða senda tölvupóst

 Heiðarborg, íþróttahús og sundlaug:

  • Lokað fyrir almenning en opið fyrir íþróttastarf skólabarna

 Heimilisþjónusta:

  • Óbreytt fyrirkomulag og þjónusta

 Félagsstarf aldraðra:

  • Sundleikfimi fellur niður um óákveðinn tíma
  • Opnu húsi í Miðgarði frestað um óákveðinn tíma

 Stjórnsýsluhús:

  • Óbreyttur opnunartími en biðlað til fólks að koma einungis ef brýn þörf er á
  • Þeir sem eiga erindi eru hvattir til að nýta síma og/eða tölvupóst eins og kostur er

 Félagsheimili:

  • Óbreytt rekstrarfyrirkomulag

Nýgreint Covid-19 smit í sveitarfélaginu brýnir okkur öll um að baráttunni er langt í frá lokið og að við megum alls ekki gefa neitt eftir í framfylgni þeirra reglna sem yfirvöld hafa sett okkur í þeim efnum.  Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við höldum áfram að fara eftir fyrirmælum, hjálpumst öll að, minnum hvort annað á og verum samstíga í því að vinna bug á þeim vágesti sem Covid-19 veiran er.