Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir

Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta-og tómstundaiðkun barna og unglinga með 70.000 kr. styrk á ári á hvert barn 0-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu. Að auki er sérstakur styrkur til barna frá tekjulágum heimilum að fjárhæð kr. 30.000 ári til viðbótar við ofangreindan styrk.

Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og tómstundaiðkendur sveitarfélagsins jafnframt til æfinga- og keppnisferða erlendis um kr. 30.000 á ári.

Markmið með íþrótta- og tómstundastyrkjum Hvalfjarðarsveitar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Tilgangur styrkjanna er einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Á árinu 2022 var kr. 4.613.833 varið til íþrótta- og tómstundastyrkja í sveitarfélaginu. Styrkir voru veittir til 83 barna og unglinga á aldrinum 0-18 ára eða 56% barna og unglinga á aldrinum 0-18 ára í sveitarfélaginu. Kynjahlutfall skráninga var 45% drengir og 55% stúlkur.

Hvalfjarðarsveit hvetur til umsókna íþrótta- og tómstundastyrkja, sjá nánar hér Reglur um íþrótta- og tómstundstyrki Hvalfjarðarsveitar.