Fara í efni

Frístundastefna Hvalfjarðarsveitar

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 26. apríl sl. var samþykkt Frístundastefna Hvalfjarðarsveitar 2023 - 2028.

Í október 2022 var skipaður stýrihópur til gerðar frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar en í honum sátu Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, Elín Ósk Gunnarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, sem jafnframt var formaður hópsins, Marie G. Rasmussen, fulltrúi í fjölskyldu- og frístundanefnd og Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi. Stýrihópurinn starfaði samkvæmt erindisbréfi frá nóvember 2022 til 1. mars 2023 og voru drög að frístundastefnu lögð fyrir alla hagaðila í febrúar og mars 2023 ásamt því að drögin voru kynnt til umsagnar fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins í mars 2023.

Í samræmi við nýsamþykkta frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar 2023-2028 hefur sveitarstjórn jafnframt óskað eftir því við fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd að unnin verði aðgerðaráætlun þar sem tekið verði á þeim þáttum stefnunnar er heyra undir fyrrgreindar nefndir og að aðgerðaráætluninni verði skilað til sveitarstjórnar fyrir 1. október 2023.

Frístundastefnuna má sjá hér: