Framkvæmdastjóraskipti á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili
07. apríl 2025

Björn Guðmundsson, Helga Harðardóttir, Einar Brandsson, Kjartan Kjartansson, Elsa Lára Arnardóttir og Valdís Eyjólfsdóttir.
Um síðastliðin mánaðarmót lét Kjartan Kjartansson af störfum sem framkvæmdastjóri Höfða og nýr framkvæmdastjóri, Valdís Eyjólfsdóttir, tók við. Valdís er boðin velkomin til starfa og Kjartani, sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2013, er þakkað fyrir óeigingjarnt og farsælt starf um leið og honum er óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Myndin hér til hliðar var tekin á stjórnarfundi Höfða þann 31. mars sl. af stjórnarfólki með nýjum og fráfarandi framkvæmdastjóra.