Frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vegna starfsemi mikilvægra fyrirtækja á Grundartanga
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir áhyggjum vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í starfsemi mikilvægra fyrirtækja á Grundartanga. Tilkynnt hefur verið að Elkem á Grundartanga hyggist draga tímabundið úr framleiðslu vegna veikra markaðsaðstæðna í Evrópu.
Að auki ríkir enn óvissa um hugsanlegar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna innflutnings á kísiljárni og járnblendi.
Þá varð rekstur Norðuráls á Grundartanga fyrir alvarlegu áfalli þegar bilun varð í rafbúnaði og framleiðsla álversins hefur nú þegar skerst um tvo þriðju.
Áhrif alls þessa eru víðtæk, bæði fyrir Hvalfjarðarsveit og nærliggjandi sveitarfélög.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vonar og trúir að hér sé um tímabundna erfiðleika að ræða og að fyrirtækin muni endurheimta fyrri styrk en sendir um leið bestu óskir til fyrirtækjanna, stjórnenda þeirra og starfsfólks um að allt fari sem allra best í kjölfar þeirra áskorana sem framundan eru.