Fara í efni

Flokkunarleiðbeiningar

Samhliða breyttu fyrirkomulagi á flokkun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og landinu öllu, er markmiðið m.a. að minnka urðun, auka flokkun ásamt því að einfalda fyrirkomulagið og samræma fyrir landið.

Það verður þó alltaf einhver munur milli sveitarfélaga og einnig eru þau komin mislangt í innleiðingarferlinu.

Með tilkomu flokkunareiningar fyrir gler, málma og textíl á grenndarstöðina í Melahverfi, er nú hægt að uppfylla þær skyldur að flokka heimilisúrgang í eftirfarandi flokka: pappír, plast, matarleifar, málma, gler og textíl. Auk þess eru öll heimili með tunnu fyrir óflokkaðan heimilisúrgang.

Á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar https://www.hvalfjardarsveit.is/is/thjonusta/umhverfismal/sorphirda-1/flokkun-urgangs-i-hvalfjardarsveit er nú að finna nánari upplýsingar um flokkun og hvað má og hvað má ekki þegar kemur að einstökum úrgangsflokkum.