Fara í efni

Fjárfestahátíð – Kynningarfundur

NÝVEST og SSV boða til fundar á Teams föstudaginn 2. desember kl. 10:00-11:00.

Á fundinum mun Anna Lind Björnsdóttir ráðgjafi hjá SSNE og Norðanvindi kynna fjárfestahátíðina. Norðanátt, með stuðningi frá umhverfis- og loftlagsráðuneytinu, stendur fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði 29.-31. mars og leitað er eftir nýsköpunarverkefnum úr öllum landshlutum sem eru í leit að fjármögnun.

UMSÓKNARFRESTUR ER 15. DESEMBER NK.
Nánar má finna allar upplýsingar um verkefnið á https://www.nordanatt.is/fjarfestahatid
Skráningu á kynningarfundinn lýkur föstudaginn 2. desember kl. 09:00. Þeir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.