Fara í efni

Ferðumst saman-morgunverðarfundur um almenningssamgöngur milli byggða.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið býður til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur milli byggða landsins fimmtudaginn 28. febrúar. Á fundinum verður fjallað um nýja stefnumótun um almenningssamgöngur fyrir allt landið.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík og er opinn öllum. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10.

 

Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

 

 Skráning á morgunverðarfund

 

Dagskrá:

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur fundinn.

 

Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

„Ferðumst saman – í átt að heildstæðu almenningssamgöngukerfi milli byggða.“

 

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

„Mikilvægi almenningssamgangna fyrir landsbyggðina.“

 

Annette Skaarnæs, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá EnTur í Noregi

Entur – connecting public transport across Norway.

 

Pallborðsumræður með fyrirlesurum

 

Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.