Fara í efni

Söguskilti afhjúpað við Hallgrímskirkju í Saurbæ

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir mun afhjúpa söguskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ, á Hallgrímsmessu, miðvikudaginn 27. október nk. kl. 16:30. Að afhjúpun lokinni verður athöfn í kirkjunni. Á skiltinu er farið yfir sögu Hallgrímskirkju, Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur.

Þetta er fyrsti liður í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“. Verkefnið er unnið í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og byggir á samstarfi þriggja sveitarfélaga við Hvalfjörð sem eru Kjósarhreppur, Hvalfjarðarsveit og Akranes og gengur út á þróun ferðaleiða um Hvalfjörð.

 Allir velkomnir.