Fara í efni

Kveikt á jólatré

Kveikt var á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið í dag 30. nóvember og í tilefni af því komu leikskólabörn af Skýjaborg í heimsókn og voru viðstödd þegar kveikt var á trénu.  Jólatréð er núna á nýjum stað og er á Vinavelli.   Eftir að hafa sungið og gengið í kringum jólatréð bauð sveitarstjórinn upp á mandarínur sem voru borðaðar úti í góða veðrinu.

Myndir sem teknar voru eru í myndasafni hér á síðunni.