Fara í efni
Hafnarfjall
10 SW 6 m/s
Akrafjall
9 SSW 2 m/s
Þyrill
9 WNW 5 m/s

Upptökur á sjónvarpsþætti í Svarthamarsrétt

Eins og margir vita, einkennist haustið í sveitinni af réttarstússi og smalamennskum. Þetta árið var þó heldur óvenulegt í Svarthamarsrétt, þar sem upptökur á sjónvarpsþætti fóru fram samhliða hefðbundnum réttarstörfum. Það er þó mál manna að vel hafi tekist til og að um skemmtilega tilbreytingu hafi verið að ræða, svona að mestu leiti.
Sjónvarpsþættirnir verða sýndir á RÚV næsta haust og bera þeir nafnið: Ráðherrann.

Í Ráðherranum leikur Ólafur Darri Ólafsson óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands. Þegar hann greinist með geðhvarfasýki þurfa samstarfsmenn hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Að þjóðlegum sið vill forsætisráðherra taka þátt í réttum og aðstoða bændur við að draga í dilka. Tökurnar heppnuðust vel og efnið sem var kvikmyndað iðar af lífi og sannri sveitagleði og vill framleiðslan koma þökkum á framfæri við alla þá sem tóku þátt og aðstoðu okkur í réttunum. Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson. Með önnur hlutverk fara Aníta Briem, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Helgi Björns og Sigurður Sigurjónsson. Handritið skrifa Jónas Margeir Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Birkir Blær Ingólfsson. Sagafilm framleiðir þættina sem sýndir verða á RÚV haustið 2020.