Fara í efni

Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, fyrir nemendur í 3. bekk var hrint úr vör í Heiðarskóla en átakið nær til allra nemenda í þriðja bekk grunnskóla.

Þetta er 33. árið sem átakið fer fram og hófst dagskráin í Heiðarskóla á ávarpi og kynningu Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Í kjölfarið las Bjarni Fritzson, einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, upp úr nýrri bók sem geymir tvær sögur með lærdóm um reykskynjara, flóttaleiðir og eldvarnir í gegnum ævintýri vinanna Orra óstöðvandi og Möggu Messi. Nemendur í Heiðarskóla voru afar áhugasamir um eldvarnarhetjurnar en allir nemendur í 3. bekk á Íslandi fá bókina að gjöf.

Að lokum var haldin rýmingaræfing í skólanum sem nemendur, starfsfólk og gestir tóku þátt í og þegar út var komið gátu allir fengið að æfa sig í að slökkva eld, skoða slökkvibifreiðar og sjúkrabíl ásamt því að fræðast um allt sem á þeim brann.

Sannarlega skemmtileg heimsókn og vel heppnaður dagur í Heiðarskóla!

Sjá nánari umfjöllun í frétt á Vísir