Fara í efni

Deiliskipulagstillaga í landi Stóra-Botns

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2020  að auglýsa deiliskipulagstillöguna Furugerði í landi Stóra-Botns í Hvalfjarðarsveit skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Í landi Stóra-Botns er frístundarbyggðin Furugerði. Þar eru tvö frístundarhús ásamt fylgihúsi og hafa landeigendur hug á að reisa tvö frístundarhús til viðbótar á svæðinu. Aðkoma að frístundarbyggðinni er frá Botnsdalsvegi um malarveg.

Lögð er áhersla á að öll uppbygging innan deiliskipulagstillögunar falli sem best að umhverfinu. Í tillögunni  eru fjórar lóðir. Heimilt er að byggja eitt frístundarhús ásamt fylgihúsi innan hverrar lóðar. Skipulagssvæðið  er um 8.9 ha.

Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

 Furugerði frístundabyggð í landi Stóra Botns, tillaga að deiliskipulagi.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Furugerði”. fyrir 19. júní 2020.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnusen