Fara í efni

Deiliskipulagstillaga í landi Eyrar í Svínadal.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2021  að endurauglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Eyrarás og Eyrarskjól í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Eyrar og tekur til lóðanna Eyrarás og Eyrarskjól.

Á Eyrarási eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús og skemmu. Íbúðarhús á einni hæð allt að 300m²,  þar með talinn bílskúr og geymsla.

Eyrarskjól er gert ráð fyrir þremur fristundarhúsunum innan byggingarreits og má hvert hús verða allt að 50m².

 Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

Deiliskipulag fyrir Eyrarás úr landi Eyrar, Hvalfjarðarsveit.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Eyri Svínadal”. fyrir 20 ágúst 2021.

Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar