Fara í efni

Dagur umhverfisins í Heiðarskóla

Föstudaginn 23. apríl sl. var haldið  upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla. Umhverfisnefnd skólans ákvað að hreinsa strandlengju þetta árið. Gengið var meðfram ströndinni frá Krosslandi á Innnesinu og að Kjaransstöðum. Nemendur Heiðarskóla geta verið  stoltir af dagsverkinu enda náðu þau  að hreinsa heilmikið, þrjá hauga af rusli sem verða fjarlægðir af sveitarfélaginu.   Nemendur voru í  samstarfi við Tómas frá Bláa hernum - hann mætti á staðinn, spjallaði við þau, gaf góð ráð og  útdeildi strigapokum undir rusl og er honum færðar innilegar þakkir fyrir samstarfið og aðstoðina. Að hreinsun lokinni var farið að Miðgarði, grillaðar pylsur og  farið í útileiki.

 Gott framtak hjá unga fólkinu í sveitarfélaginu.