Fara í efni
Hafnarfjall
4 SE 8 m/s
Akrafjall
4 ESE 3 m/s
Þyrill
3 NNW 1 m/s

Dagur leikskólans

Í dag er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á Degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann.  Í tilefni dagsins fóru börnin á Skýjaborg í skrúðgöngu um hverfið og komu við í Stjórnsýsluhúsinu og sungu þar tvö lög.

Fleiri myndir má sjá hér