Fara í efni

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026.

Á starfsvæði slökkviliðsins skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem lögð hefur verið fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og samþykkt í bæjar- og sveitarstjórn Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Áætlunin gildir til 5 ára og skal að þeim tíma loknum endurskoðuð og ný áætlun samþykkt.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkviliðið sé mannað, menntað, skipulagt, þjálfað og útbúið tækjum til að ráða við allar þær hættur sem eru á þeirra svæði.

Áætlunin tekur einnig á eldvarnareftirliti, viðbúnaði við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

Áætlunin var samþykkt í síðustu viku og gildir frá 10. maí 2022.

Brunavarnaáætlun