Fara í efni

Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar

Vakin er athygli á að næsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn verður miðvikudaginn 26. október nk. og hefjast ætti kl. 15, sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verður  seinkað og hefst ekki fyrr en kl. 17 þann dag.

Ástæðan er fundarboð Innviðaráðuneytisins, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, þar sem íbúum í öllum landshlutum er boðið til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman en fundurinn fyrir Vesturland er miðvikudaginn 26. október kl. 15-17 og mun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sitja þann fund og strax í kjölfar hans hefst sveitarstjórnarfundur. Á samráðsfundunum er meginviðfangsefni umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum ásamt því að nýsamþykkt byggðaáætlun verður kynnt.

Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum en skráningu á þá lýkur daginn fyrir hvern fund og fá þátttakendur m.a. gögn til að undirbúa sig fyrir fundinn."

Nánari upplýsingar um fundinn má sjá hér: