Fara í efni

Breytingar í skólastarfi frá og með 4. maí nk.

Í kjölfar tilslakana á samkomubanni frá og með 4. maí nk. mun hefðbundið skólastarf hefjast á ný í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, þ.m.t. er öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.  Starfsemi frístundar mun auk þess hefjast að nýju.  Áfram verða þó í gildi takmarkanir um gestakomur í Skýjaborg og Heiðarskóla.  Skólastjórnendur munu senda foreldrum/forráðamönnum allar frekari upplýsingar á næstu dögum.

 Áréttað er að áfram verður Heiðarborg lokuð fyrir almenning.

Biðlað er til íbúa að virða núverandi takmarkanir samkomubanns og gefa alls ekkert eftir í því sambandi fyrr en nýjar taka gildi.  Mikilvægt er að fylgja í einu og öllu tilmælum og reglum samkomubanns, virða fjarlægðarmörk og gæta fyllsta hreinlætis og sóttvarna.

 Stöndum saman og sýnum ábyrgð.