Fara í efni

Breytingar í félagsþjónustu, barnavernd og málefnum fatlaðra

Eins árs tilraunasamstarfssamningi, með 3 mánaða framlengingu, við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra lýkur um næstkomandi mánaðarmót.  Vel hefur verið staðið að fagþjónustunni skv. samningnum en samtal um áframhaldandi samstarf hefur ekki borið árangur og mun Hvalfjarðarsveit því taka aftur við verkefnum og þjónustu í málaflokkunum frá og með 1. október nk.

Hvalfjarðarsveit hefur því ráðið Sólveigu Sigurðardóttur í 100% starf félagsmálastjóra til eins árs og er Sólveig nú þegar komin til starfa.  Yfirfærsla verkefna er hafin og vill sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakka starfsmönnum Akraneskaupstaðar af heilum hug fyrir gott samstarf og samvinnu en eins og áður segir hefur verið vel staðið að fagþjónustu til Hvalfjarðarsveitar skv. áðurnefndum samningi.    

Íbúum Hvalfjarðarsveitar er bent á að netfang félagsmálastjóra er óbreytt, felagsmalastjori@hvalfjardarsveit.is en frá og með 1. október nk. fer móttaka barnaverndartilkynninga fram á því netfangi eða í síma 433-8500.  Í neyðartilvikum skal hafa beint samband við Neyðarlínuna í síma 112.