Fara í efni
Hafnarfjall
12 SW 3 m/s
Akrafjall
11 W 2 m/s
Þyrill
11 WNW 6 m/s

Breytingar á starfssviði og starfsheiti Félagsmála- og frístundafulltrúa í kjölfar samnings við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra.

Frá og með 1. september mun starfsheiti Félagsmála- og frístundafulltrúa breytast í Frístunda- og menningarfulltrúa.  Samhliða mun starfssviðið taka breytingum, það sem eftir sem áður verður í umsjón Frístunda- og menningarfulltrúa og fellur undir félagsþjónustu er heimaþjónusta aldraðra, félagsstarf aldraðra, öldungaráð, forvarnir og jafnréttismál.  Ný verkefni sem færast munu undir starfssviðið er yfirstjórn og ábyrgð með félagsheimilum sveitarfélagsins og markaðsmálum.  Þar að auki mun Heiðarborg, frá og með 1. janúar nk., færast undan ábyrgð og yfirstjórn skólastjóra og undir yfirstjórn og ábyrgð Frístunda- og menningarfulltrúa.  Frá sama tíma flyst deildin Heiðarborg jafnframt af málaflokki 04, fræðslu- og uppeldismálum, yfir í málaflokk 06, æskulýðs- og íþróttamál.  Frístunda- og menningarfulltrúi mun þegar byrja á að kynna sér starfið sem fram fer í Heiðarborg og vinna að stefnumótun.