Breytingar á leiðakerfi Strætó frá 1. janúar 2026
Vegagerðin innleiðir breytingar á leiðakerfi á landsbyggðinni.
Tvær nýjar leiðir munu bætast í kerfið og tímaáætlun vagna verður áreiðanlegri.
Akstursleið 57 á milli Reykjavíkur og Akureyrar verður skipt upp í tvær leiðir:
Leið 50: Reykjavík – Akranes – Borgarnes,
nýja tímatöflu má sjá hér
Leið 57: Reykjavík – Akureyri,
nýja tímatöflu má sjá hér
Leiðin milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness er því orðin óháð leggnum á milli Reykjavíkur og Akureyrar og tímaáætlun því áreiðanlegri fyrir vikið.
Með breyttu leiðakerfi er stigið skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni.
Markmiðin eru að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvagna.
Vegagerðin á og rekur landsbyggðarvagna og hefur unnið að breytingunum síðastliðna mánuði en Strætó sér um upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega.