Fara í efni

Breyting á Frístund Heiðarskóla frá 1. janúar 2022

Á 34. fundi fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar þann 21. október 2021 samþykkti fræðslunefnd  að leggja til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar breytingar á Frístund Heiðarskóla í framhaldi af erindi frá stjórn foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.  Á 341. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 23. nóvember 2021 samþykkti sveitarstjórn þessar breytingar og í framhaldi voru  reglur og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla endurskoðaðar og tóku gildi 1. janúar 2022. Breytingin felur í sér fjölgun daga í Frístund úr fjórum dögum í viku í fimm daga frá 4. janúar 2022 og að starfstími Frístundar fylgi skóladagatali.  

Nýjar reglur og gjaldskrá Frístundar má sjá hér:
Reglur Frístundar Heiðarskóla 2022
Gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla 2022