Fara í efni

Börnin og umhverfismálin

 Í tengslum við grænfánavinnu hafa börnin á leikskólanum Skýjaborg, Regnboganum farið reglulega í vetur með flokkað rusl í grenndargámana. Einnig hafa börnin verið dugleg í vetur að endurnýta pappír, en á föstudögum eru bara nýttur notaður pappír og umbúðir. Gaman er að segja frá því að á þetta hefur ýtt undir sköpun barnanna og njóta þau sín vel.