Fara í efni

Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Mánudaginn 30. mars sl. var samþykkt á Alþingi nýtt ákvæði í lögum um almannavarnir:

Nýsamþykkt bráðabirgðaákvæði almannavarnarlaga nr. 82/2008 kveður á um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu.

Greinin felur það í sér að opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.

Lög um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila).