Fara í efni

Barnvænt sveitarfélag - innleiðingarferli hefst

Miðvikudaginn 29. mars sl. ritaði Hvalfjarðarsveit undir samkomulag við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið um að verða Barnvænt sveitarfélag en í því felst skuldbinding sveitarfélagsins að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins.

Innleiðingarferlið er í átta skrefum og leggur Hvalfjarðarsveit upp með að ferlið muni ekki taka lengri tíma en tvö ár, umsjónarmaður verkefnisins er félagsmálastjóri og næsta skref er að skipa tíu manna stýrihóp sem mun hefja störf í apríl.

Að innleiða Barnasáttmálann í Hvalfjarðarsveit þýðir í raun að samþykkt er að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sveitarfélagsins og að forsendur sáttmálans gangi líkt og rauður þráður í gegnum alla starfsemi þess. Innleiðingunni hefur verið líkt við að starfsmenn sveitarfélagsins, sveitarstjórn og nefndir setji upp “barnaréttindagleraugu” og rýni með þeim og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum.

Þannig er sáttmálinn nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu sveitarfélagsins með tilliti til barna.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á fimm grundvallarþáttum:

Hvalfjarðarsveit er afar stolt af því að komast í hóp þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag.